Skip to main content

Óvissuferð

By apríl 20, 2016maí 27th, 2016Blogg, Starfsmenn, Umslag

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 16. apríl s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn Húsafell þar sem beið okkar glæsilegt hlaðborð í hádeginu.

Að því loknu var haldið upp Langjökul og Íshellirinn skoðaður og var það mögnuð sjón og mælum við með að kíkja þangað.

Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi hressandi og að því loknu var keyrt og sungið hátt og snjallt á leið til Reykjavíkur og farið í kvöldmat á Eldsmiðjunni  Suðurlandsbraut.

Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.