Umslag er stolltur stuðningsaðili mottumars en þetta er síðasta árið sem hann er haldinn.
Mottumars er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi — synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Og allir hinir.
Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn, hún minnir okkur á að ræða þessi mál og um leið að fá menn til að hugsa um heilsuna. Því er um að gera að safna í góða og hraustlega mottu, heita á menn og málefni og sýna samstöðu.