Starfsmenn Umslags skelltu sér á skauta s.l. helgi með fjölskylduna. Þar var skautað í diskó ljósum við skemmtilega tónlist og gætt sér á heitu súkkulaði. Ýmsir taktar voru sýndir og notuðust sumir við grind til að halda sér standandi sem er hið besta mál. Um að gera að vera með og skemmta sér í góðum hópi.