Jóhannes Vilhjálmsson (Jói), þjónustustjóri Umslags á 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Af þessu tilefni áttum við ánægjulegan dag fyrir nokkru og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri færði Jóa gjöf sem hann mun örugglega nýta sér í laxveiðinni í sumar, enda snjall veiðimaður.
Jói hefur verið starfsmaður hjá Umslagi nánast frá upphafi og sinnt flestum þeim þeim störfum sem vinna hefur þurft í gegnum tíðina. Í allnokkur ár hefur hann sinnt starfi þjónustustjóra Umslags, og aðstoðað viðskiptavini okkar á ýmsa lund. Við höfum það eftir öruggum heimildum að Jói hafi reynst okkar viðskiptavinum einstaklega vel, og það er ekki óvanalegt þegar við starfsmennirnir komum í heimsókn til viðskiptavina, að beðið sé um sérstaka kveðju til hans.
Umslag vill nota tækifærið og þakka Jóa fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og vonum að við njótum starfskrafta hans sem lengst.