Úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags
Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags. Ein slík var framkvæmd mánudaginn 5. maí s. l. af úttektarmanni frá BSI. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel. Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags.
Næsta úttekt mun svo eiga sér stað í maí á næsta ári