Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 31. janúar. Hátíðin hófst með óvissuferð og í þetta sinn fengum við að skoða hið merkilega hús Hörpuna. Það var söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir sem leiddi okkur um sali hússins. Við skoðuðum tónleikasalina og í Eldborg fengum við að sjá hvernig hljóðinu er stjórnað í hliðarrýmum salsins. Ferðin endaði svo í Björtuloftum, en ofar verður ekki komist í húsinu. Hulda Björk kvaddi okkur svo með fögrum söng. Henni er þakkað fyrir frábæra leiðsögn.
Að þessu loknu var farið í Umslag og byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í alls konar leiki með misjöfnum árangri. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði sem ekki verður sagt frá hér.
Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.