Við hjá Umslagi teljum að árið sem nú er hafið verði bæði spennandi og kröfuhart. Enda höfum við undirbúið okkur vel. Veruleg aukning hefur verið í vélakaupum í stafrænu prentdeildinni, sem hefur skilað sér í auknum verkefnum á þeim vettvangi. Búið er að stækka pökkunardeildina okkar vegna aukinna verkefna. Við erum komin með ISO 27001 öryggisvottun sem tryggir að við fylgjum ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Og svo erum við einnig með Svansvottunina sem er staðfesting á góðum árangri í umhverfismálum.
Hafðu samband og kynntu þér þá viðamiklu þjónustu sem við erum að bjóða upp á. Við getum örugglega komið þér á óvart.