Árlega er haldinn stefnumótunarfundur hjá okkur í Umslagi þar sem lagðar eru línurnar fyrir næstu misseri. Einn slíkur var haldinn miðvikudaginn 16. október s. l. Öryggishópur fyrirtækisins kom þá saman og umræðan snerist um hvar við værum stödd í dag og hver næstu skref væru varðandi frekari uppbyggingu Umslags.
Starfsmenn héldu kynningar og fóru yfir sínar hugmyndir um núverandi stöðu og okkar og framtíðarplön. Einnig voru fengnir til liðs við okkur utanaðkomandi aðilar sem kynntu ýmsar áhugaverðar nýjungar sem gætu hentað Umslagi.
Í framhaldi hófust síðan umræður þar sem farið var yfir stöðuna og lögð fyrstu drög að stefnumótun sem stefnt er að kynna öllum starfsmönnum Umslags innan tíðar.
Dagurinn var afskaplega ánægjulegur og ekki vantaði hugmyndir og ábendingar frá hópnum. Góðu starfi var skilað og markmið vel skilgreind.