Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega
Vottanir
ISO 27001 ÖRYGGISVOTTUN
Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottun og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun
Með þessari öryggisvottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði.
Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa.
Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.
ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT
- Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu.
- Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu.
- Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði.
- Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum.
- Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt.
- Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt.
SVANSVOTTUN HERFERÐ
Umslag er með Svansvottun og nýverið fór af stað herferð á vegum Umhverfisráðuneytisins. Þar sem bent er á að þegar þú velur Svansmerktar vörur og þjónustu velur þú örugga framleiðslu, bæði fyrir þig og umhverfið. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína
Nánari upplýsingar og myndband má skoða hér