Svansvottun

Stærsta rósin í okkar hnappagati varðandi umhverfismál klárlega er Svansvottunin

SvansvottunUmslag hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins

Prentsmiðjan Umslag hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.

Með þessari vottun tryggir fyrirtækið að öll efni sem notuð eru við prentun séu vistvæn og að pappír sem notaður er sé Svansvottaður eða Blómmerktur sé þess kostur.  Með auknu úrvali Svansvottaðrar vöru fyrir neytendur tryggjum við minni álag á umhverfið.