Skip to main content

Harðskeyttir Hollendingar

By júlí 7, 2014Starfsmenn

Umslag_afram_hollandÞað hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að HM í fótbolta stendur yfir um þessar mundir. Marco Vroomen, verkstjóri í pökkunardeild hefur fylgst vandlega með sínum mönnum Hollendingum, enda hefur þeim gengið vonum framar.

Við starfsmenn Umslags segjum stundum að það sé meiri Íslendingur í Marco einum saman en okkur öllum hinum samanlagt. Hann stóð hins vegar ekki frammi fyrir því erfiða vandamáli hvort hann ætti að halda með Íslendingum eða löndum sínum Hollendingum. Það vantaði hársbreidd að íslenska landsliðinu tækist það ætlunarverk að komast á HM.

Marco hefur sett upp skreytingu í Umslagi til að minna okkur á hverjir gætu hampað bikarnum góða. Og eins og sjá má á myndinni er hann í skýjunum vegna þessa frábæra árangurs. Nú er bara að sjá hvernig liðinu gengur á lokasprettinum. Okkur grunar að hollenska liðið gæti átt fleiri aðdáendur hjá starfsfólki Umslags.