Skip to main content
Category

Blogg

BloggFramleiðsla
febrúar 13, 2017

Fermingarkort

Nú er tímabil ferminga framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
BloggViðurkenningar
janúar 27, 2017

Framúrskarandi

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því sjöunda árið í röð að bætast við hjá okkur.  Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Blogg
desember 21, 2016

Marco fær nýtt hlutverk

Marco Vroomen hefur tekið við nýrri stöðu hjá Umslag sem framleiðslustjóri. Með þessu breytast ýmsir verkferlar til hins betra og yfirsýn á verkefni verður skýrari. Marco hefur unnið hjá Umslagi í tæp 12 ár og er menntaður slökkviliðsmaður frá Hollandi.  Hann byrjaði feril sinn í pökkunardeildinni sem starfsmaður á pökkunarvél og hefur hægt og sígandi unnið sig upp hjá fyrirtækinu ásamt því læra íslenskuna reiprennandi. Hann er hluti af öryggisteymi Umslags og fór með okkur í gegnum ISO 27001 vottun fyrirtækisins sem við fengum árið 2013. Hann hefur verið verkstjóri pökkunardeildar með góðum árangri undanfarin misseri og mun hann nú einnig  taka yfir stjórn prentdeildarinnar og fær starfstitilinn framleiðslustjóri.
Blogg
desember 16, 2016

Jólapeysudagur

Nú styttist í jólin og héldum við litlu jólin í dag.  Við skelltum okkur í jólapeysurnar í tilefni dagsins og boðið var uppá hangikjöt og meðlæti og skiptumst við á jólapökkum.
Blogg
nóvember 11, 2016

Jólakort – verðskrá

Nú fer að líða að jólakortaflóðinu. Við bjóðum uppá uppsetningu á jólakortum eins og á meðfylgjandi mynd (15 x 15 cm) þar sem hægt er að setja 1-3 myndir á forsíðu og texta innan í kortið. Verð fyrir 1-50 stk er kr. 362.- stk og umslög fylgja. Verð fyrir 50  -100 stk er kr. 322.- stk og umslög fylgja. Einnig tökum við á móti uppsettum kortum í pdf formi. Fyrir sömu stærð (eða svipaða) þá bjóðum við þessi verð: Verð fyrir 1-50 stk er kr. 220.- stk og umslög fylgja. Verð fyrir 50  -100 stk er kr. 202.- stk og umslög fylgja. Öll verð eru m.vsk. Afhendingartími er að jafnaði 3-4 dagar. Sendu inn pöntun á umslag(hja)umslag.is
Sarah og Soffía í pökkun
BloggUmslag
október 28, 2016

Pökkun

Þegar kemur að pökkun má fullyrða að Umslag er Íslandsmeistarinn í þeirri grein. Við getum séð um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög. Pökkunarvélar okkar eru með þeim fullkomnustu á markaðnum og starfsfólkið þekkt fyrir frábær störf þar sem alls konar venjulegar og óvenjulegar óskir viðskiptavina voru framkvæmdar af fagmennsku og dugnaði. Já, og við getum bæði vél- og handpakkað allt eftir því sem á að fara í umslagið. Nánar um pökkun hér
Varsjá
BloggUmslag
október 5, 2016

Árshátíð Umslags

Annað hvert ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Varsjá fyrir valinu. Lagt var af síðdegis á föstudegi og lent í borginni um kvöldið. Flestir komu sér þá vel fyrir á hótelinu og hittust svo í mat og drykk. Á laugardeginum var hádegismatur fyrir alla og þaðan var farið í rútuferð í gamalli Skoda rútu um bæinn og sagan skoðuð með skemmtilegum leiðsögumanni. Þarna fengum við strax tilfinningu fyrir því hversu merkileg þessi borg er og einstök á marga lund. Stoppað var á hinum ýmsu stöðum og menningin fest á filmu og veitingar teigaðar. Um kvöldið var svo sjálf árshátíðin þar sem hist var á gömlum veitingastað og borðaður yndislegur matur og skemmtilegar sögur voru upprifjaðar og sumir tóku lagið. Sunnudagurinn var svo notaður hjá flestum í búðarráp og einhverjir fóru á útitónleika. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Við héldum svo heim á mánudeginum og tók við haustveðráttan. Já, það var gott að koma heim eftir frábæra ferð.
BloggStarfsmennViðurkenningar
október 4, 2016

Öryggisdagur Umslags

Öryggisdagur Umslags var haldin s.l. föstudag á Grand hótel. Starfsfólk Umslags var þar samankomið hluta af degi, þar sem farið var yfir ISO 27001 vottunina okkar ásamt öðrum skemmtilegheitum. Guðjón Viðar Valdimarsson frá Stika var okkur til halds og trausts ásamt Ingvari Hjálmarsyni fyrrum Gæðastjóra Umslags. Umslag er eina prentasmiðjan á Íslandi sem er ISO 27001 upplýsinga- og öryggisvottuð og höfum við verið vottuð síðan 2013. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu
BloggViðurkenningar
apríl 29, 2016

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.    
BloggStarfsmennUmslag
apríl 20, 2016

Óvissuferð

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 16. apríl s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn Húsafell þar sem beið okkar glæsilegt hlaðborð í hádeginu. Að því loknu var haldið upp Langjökul og Íshellirinn skoðaður og var það mögnuð sjón og mælum við með að kíkja þangað. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi hressandi og að því loknu var keyrt og sungið hátt og snjallt á leið til Reykjavíkur og farið í kvöldmat á Eldsmiðjunni  Suðurlandsbraut. Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.
BloggStarfsmennUmslag
mars 17, 2016

Nýr bókari

Nýr bókari hefur tekið til starfa hjá Umslag en Ágúst lét af störfum sl. mánuð.  Það er hún Anna Finnbogadóttir sem tók við af honum og hefur hafið störf. Anna er viðurkenndur bókari og  er með víðtæka reynslu og starfaði sem hópstjóri í rekstrardeild Íslandsbanka frá árinu 2007 og  sem fjármálafulltrúi hjá Samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði frá árinu 1997-2007. Þá hefur hún setið ýmis námskeið og eru áhugamál hennar ferðalög, útivera, golf og barnabörnin auðvitað.  Einnig er Anna Mosaik leiðbeinandi og heldur námskeið þar sem ýmsir blómapottar og borð eru gerð.
BloggViðurkenningar
mars 17, 2016

Úttekt á öryggisvottun

  Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags en þriðja hvert ár er stór úttekt og var ein slík var framkvæmd í síðustu viku eða þann 9. og 10. mars. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til að skoða hvernig til hefði tekist. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel og  hefur vottunin verið endurnýjuð.  Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör. Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun en þessi vottun nær yfir alla starfsemi Umslags.
Blogg
mars 1, 2016

Mottumars átakið

  Umslag er stolltur stuðningsaðili mottumars en þetta er síðasta árið sem hann er haldinn. Mottumars er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi — synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Og allir hinir. Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn, hún minnir okkur á að ræða þessi mál og um leið að fá menn til að hugsa um heilsuna. Því er um að gera að safna í góða og hraustlega mottu, heita á menn og málefni og sýna samstöðu.
BloggUmslagViðurkenningar
febrúar 9, 2016

Sjötta árið í röð

Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,9%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf.  
BloggÓflokkað
janúar 19, 2016

Skautaferð

Starfsmenn Umslags skelltu sér á skauta s.l. helgi með fjölskylduna. Þar var skautað í diskó ljósum við skemmtilega tónlist og gætt sér á heitu súkkulaði. Ýmsir taktar voru sýndir og notuðust sumir við grind til að halda sér standandi sem er hið besta mál.  Um að gera að vera með og skemmta sér í góðum hópi.
BloggStarfsmenn
nóvember 6, 2015

Keilukeppni Umslags

Hin árlega keilukeppni starfsmanna Umslags var haldin 30. október s. l. í Egilshöll.  Tvö lið kepptu til úrslita, og var mikil stemning meðal manna og kvenna og skrautlegir taktar hjá bæði í köstum og fatnaði. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun um leið og verðlaunin voru veitt fyrir vinningsliðið og einstaklingsframtakið. Við bíðum að venju spennt eftir að taka þátt í mótinu á næsta ári.