was successfully added to your cart.

Category

Blogg

BloggFramleiðslaUmslag
apríl 13, 2018

Áfylling

Nú er sumardagurinn fyrsti handan við hornið og þá er gott að fara yfir lagerinn og sjá hvort það vanti eitthvað. Sumarfrí skella á áður en langt um líður og þá er vont að komast að því að sá sem pantar venjulega umslögin er í fríi og umslögin búin. Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.
Lesa meira
BloggUmslag
mars 1, 2018

Þorra blótað

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra nýlega. Venjan er að halda daginn hátíðlegan í höfuðstöðfum Umslags og gæða sér á ljúffengum þorramat, ýmsum veigum. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði og skemmtiatriði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.
Lesa meira
BloggFramleiðsla
janúar 24, 2018

Vantar þig markaðsefni?

Hjá Umslagi vinna sérfræðingar í uppsetningu og prentun á allskonar markaðsefni. Nýlega unnum við með tveimur viðskiptavinum þar sem við sáum um uppsetningu, prentun og ráðgjöf frá A - Ö. Það var fyrir Ferðafélag Íslands sem og Bauluna Borgarfirði. Fyrir Bauluna tókum við allt markaðsefni og hönnuðum uppá nýtt: Merki fyrir félagið sem, matseðla og annað prent. Elmar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Baulunnar segir að með samstarfinu við Umslag hafi salan aukist eftir markaðsefni frá Umslagi sem nýtt var fyrir samfélagsmiðla o.fl. Fyrir Ferðafélagið var gerð heilsíðuauglýsing sem einnig var nýtt sem plakat og bæklingur.
Lesa meira
BloggViðurkenningar
janúar 24, 2018

Framúrskarandi 8 ár í röð

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því áttunda árið í röð að bætast við hjá okkur. Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Lesa meira
Blogg
janúar 17, 2018

Fráfall

Starfsmaður Umslags til margra ára Sveinn Rútur Þorvaldsson var bráðkvaddur þann 19. desember s.l. Svenni eins og hann var alltaf kallaður var mikill Liverpool maður og spilaði mikið brids og vann til ýmissa verðlauna. Hann kom til starfa hjá Umslagi frá Skýrr og vann hjá okkur s.l 20 ár.
Lesa meira
Blogg
september 11, 2017

Ungt fólk les markpóst

Mýtan reynist ósönn: Ungt fólk les markpóst Flestir kannast við eftirfarandi staðalímynd: Fólk af aldamótakynslóðinni (e. Millennials) er alið upp í stafrænum heimi, límt við snjallsímana sína, og eina leiðin fyrir söluaðila að ná til þeirra er í gegnum samfélagsmiðla. Sannleikurinn er sá að fólk af aldamótakynslóðinni bregst við markaðssetningu sem byggist ekki á tækni og hefur fylgt okkur um aldaraðir: Bréfum í póstkassa. Þessum leiðbeiningum er ætlað að auðvelda skilning á því hvernig og hvers vegna aldamótakynslóðin bregst við markpósti, hvernig hann reynist í samanburði við aðrar markaðsaðferðir og hvernig best sé að búa til póst sem nær til þessarar kynslóðar. Hvað finnst aldamótakynslóðinni um markpóst og hvaða not hefur hún af slíkum pósti? Lítum á viðhorf aldamótakynslóðarinnar til pósts. Skoðum tölfræði sem varpar ljósi á það. 77% fólks af aldamótakynslóðinni veitir markpósti eftirtekt. 90% fólks af aldamótakynslóðinni þykir auglýsingastarfsemi með markpósti áreiðanleg. 57% hafa verslað eftir að hafa fengið tilboð í gegnum markpóst 87% fólks af aldamótakynslóðinni vill fá markpóst Hvað greinir þetta fólk frá öðrum fullorðnum einstaklingum? Í samanburði við fyrri kynslóðir er fólk af aldamótakynslóðinni: LÍKLEGRA til að skoða póstinn ÓLÍKLEGRA til að fleygja póstinum án þess að lesa hann LÍKLEGRA til að koma skipulagi á og flokka póstinn LÍKLGRA til að taka sér tíma í að lesa póstinn LÍKLEGRA til að sýna öðrum póstinn Hvernig bregst heilinn við prentuðum og stafrænum skilaboðum? Hvers vegna bregst jafnvel hin svokallaða stafræna kynslóð við prentuðum texta? Rannsóknir á sviði taugamarkaðssetningar (e. Neuromarketing) sýna fram á að heilinn bregst á ólíkan hátt við prentuðu efni og stafrænum miðlum. Bandaríska póstþjónustan, í samstarfi við miðstöð í taugafræðilegri ákvörðunatöku (e. Center for Neural Decision Making) við Fox viðskiptaháskólann í Temple háskóla í Bandaríkjunum (e. Temple University´s Fox School of Business), bar saman viðbrögð fólks við stuttum auglýsingum á áþreifanlegu  og stafrænu…
Lesa meira
Blogg
júní 1, 2017

Óvissuferð Umslags

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 6. maí s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn við Eyjafallajökuls rætur. Þar vorum við græjuð í samfestinga og svo keyrt áleiðis á jökulinn þar sem vélsleðar biðu okkar. Á þeim var svo farið í halarófu upp á topp jökulsins og þar voru snæddar samlokur. Veðrið lék svo sannarlega við okkur, sól og blíða og útsýni allan hringinn. Svo var keyrt að Nauthúsagili og labbað þar inneftir en gilið er þröngt og djúpt en hægt er að ganga þar inn með ánni nokkurn veginn á þurrum fótum. Gengið er inn eftir gilinu þar til komið er að 2-3 metra háum fossi og fengu nokkrir sér sundsprett þar. Að því loknu var keyrt inní Bása og þar var glæsileg aðstaða fyrir útivist og leik og var grillað ofan í hópinn lamb og meðlæti. Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.
Lesa meira
BloggViðurkenningar
maí 23, 2017

Svansvottun herferð

Umslag er með Svansvottun og nýverið fór af stað herferð á vegum Umhverfisráðuneytisins. Þar sem bent er á að þegar þú velur Svansmerktar vörur og þjónustu velur þú örugga framleiðslu, bæði fyrir þig og umhverfið. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína Nánari upplýsingar og myndband má skoða hér
Lesa meira
BloggFramleiðslaUmslag
maí 23, 2017

Brúðkaupskort

Nú er tímabil brúðkaupa framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum.  Brúðkaupsdagurinn er stórviðburður og mörgu er að huga varðandi undirbúning stóra dagsins og getum við hjálpað til við boðskortin. Við bjóðum uppá uppsetningu og nafnamerkjum umslög. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
Lesa meira
BloggUmslagViðurkenningar
maí 3, 2017

Endurnýjun ISO öryggisvottunar

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu. ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT: Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Lesa meira
BloggFramleiðsla
apríl 24, 2017

Gleðilegt sumar =)

Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.
Lesa meira
BloggFramleiðsla
mars 23, 2017

Pökkum og sendum

Við getum séð um um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög Pökkunarvélar okkar eru meðal þeirra fullkomnustu Þær gera okkur kleift að sjá um pökkun á mörgum mismunandi einingum í sama umslagið, hratt og örugglega. Bjóðum einnig upp á handpökkun ef eitthvað óvenjulegt á að fara í umslagið.
Lesa meira
BloggUmslag
mars 7, 2017

Nafnspjöld

Nafnspjöld eru ávallt góð kynning Vel útfært nafnspjald er flott kynning í upphafi fundar og getur verið í ýmsum stærðum, gerðum og útfærslum. Vandaður pappír og gæða prentun á nafnspjöldum fyrir fyrirtæki þitt. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarf
Lesa meira
BloggFramleiðsla
febrúar 13, 2017

Fermingarkort

Nú er tímabil ferminga framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
Lesa meira
BloggViðurkenningar
janúar 27, 2017

Framúrskarandi

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því sjöunda árið í röð að bætast við hjá okkur.  Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Lesa meira
Blogg
desember 21, 2016

Marco fær nýtt hlutverk

Marco Vroomen hefur tekið við nýrri stöðu hjá Umslag sem framleiðslustjóri. Með þessu breytast ýmsir verkferlar til hins betra og yfirsýn á verkefni verður skýrari. Marco hefur unnið hjá Umslagi í tæp 12 ár og er menntaður slökkviliðsmaður frá Hollandi.  Hann byrjaði feril sinn í pökkunardeildinni sem starfsmaður á pökkunarvél og hefur hægt og sígandi unnið sig upp hjá fyrirtækinu ásamt því læra íslenskuna reiprennandi. Hann er hluti af öryggisteymi Umslags og fór með okkur í gegnum ISO 27001 vottun fyrirtækisins sem við fengum árið 2013. Hann hefur verið verkstjóri pökkunardeildar með góðum árangri undanfarin misseri og mun hann nú einnig  taka yfir stjórn prentdeildarinnar og fær starfstitilinn framleiðslustjóri.
Lesa meira