Skip to main content

BSI-vottun Umslags gengur vel

By október 4, 2013maí 27th, 2016Viðurkenningar

Í maí s. l. fékk Umslag ISO 27001 öryggisvottunina eftir árs undirbúning.

Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til Umslags 1. október s. l. til að skoða hvernig til hefði tekist.

Það er ánægjulegt að segja frá því, að Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör. Hann kemur næst í heimsókn til okkar í maí á næsta ári.