Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2018

BloggFramleiðsla
janúar 24, 2018

Vantar þig markaðsefni?

Hjá Umslagi vinna sérfræðingar í uppsetningu og prentun á allskonar markaðsefni. Nýlega unnum við með tveimur viðskiptavinum þar sem við sáum um uppsetningu, prentun og ráðgjöf frá A - Ö. Það var fyrir Ferðafélag Íslands sem og Bauluna Borgarfirði. Fyrir Bauluna tókum við allt markaðsefni og hönnuðum uppá nýtt: Merki fyrir félagið sem, matseðla og annað prent. Elmar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Baulunnar segir að með samstarfinu við Umslag hafi salan aukist eftir markaðsefni frá Umslagi sem nýtt var fyrir samfélagsmiðla o.fl. Fyrir Ferðafélagið var gerð heilsíðuauglýsing sem einnig var nýtt sem plakat og bæklingur.
BloggViðurkenningar
janúar 24, 2018

Framúrskarandi 8 ár í röð

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því áttunda árið í röð að bætast við hjá okkur. Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Blogg
janúar 17, 2018

Fráfall

Starfsmaður Umslags til margra ára Sveinn Rútur Þorvaldsson var bráðkvaddur þann 19. desember s.l. Svenni eins og hann var alltaf kallaður var mikill Liverpool maður og spilaði mikið brids og vann til ýmissa verðlauna. Hann kom til starfa hjá Umslagi frá Skýrr og vann hjá okkur s.l 20 ár.