Skip to main content
Monthly Archives

september 2017

Blogg
september 11, 2017

Ungt fólk les markpóst

Mýtan reynist ósönn: Ungt fólk les markpóst Flestir kannast við eftirfarandi staðalímynd: Fólk af aldamótakynslóðinni (e. Millennials) er alið upp í stafrænum heimi, límt við snjallsímana sína, og eina leiðin fyrir söluaðila að ná til þeirra er í gegnum samfélagsmiðla. Sannleikurinn er sá að fólk af aldamótakynslóðinni bregst við markaðssetningu sem byggist ekki á tækni og hefur fylgt okkur um aldaraðir: Bréfum í póstkassa. Þessum leiðbeiningum er ætlað að auðvelda skilning á því hvernig og hvers vegna aldamótakynslóðin bregst við markpósti, hvernig hann reynist í samanburði við aðrar markaðsaðferðir og hvernig best sé að búa til póst sem nær til þessarar kynslóðar. Hvað finnst aldamótakynslóðinni um markpóst og hvaða not hefur hún af slíkum pósti? Lítum á viðhorf aldamótakynslóðarinnar til pósts. Skoðum tölfræði sem varpar ljósi á það. 77% fólks af aldamótakynslóðinni veitir markpósti eftirtekt. 90% fólks af aldamótakynslóðinni þykir auglýsingastarfsemi með markpósti áreiðanleg. 57% hafa verslað eftir að hafa fengið tilboð í gegnum markpóst 87% fólks af aldamótakynslóðinni vill fá markpóst Hvað greinir þetta fólk frá öðrum fullorðnum einstaklingum? Í samanburði við fyrri kynslóðir er fólk af aldamótakynslóðinni: LÍKLEGRA til að skoða póstinn ÓLÍKLEGRA til að fleygja póstinum án þess að lesa hann LÍKLEGRA til að koma skipulagi á og flokka póstinn LÍKLGRA til að taka sér tíma í að lesa póstinn LÍKLEGRA til að sýna öðrum póstinn Hvernig bregst heilinn við prentuðum og stafrænum skilaboðum? Hvers vegna bregst jafnvel hin svokallaða stafræna kynslóð við prentuðum texta? Rannsóknir á sviði taugamarkaðssetningar (e. Neuromarketing) sýna fram á að heilinn bregst á ólíkan hátt við prentuðu efni og stafrænum miðlum. Bandaríska póstþjónustan, í samstarfi við miðstöð í taugafræðilegri ákvörðunatöku (e. Center for Neural Decision Making) við Fox viðskiptaháskólann í Temple háskóla í Bandaríkjunum (e. Temple University´s Fox School of Business), bar saman viðbrögð fólks við stuttum auglýsingum á áþreifanlegu  og stafrænu…