Skip to main content
Monthly Archives

mars 2016

BloggStarfsmennUmslag
mars 17, 2016

Nýr bókari

Nýr bókari hefur tekið til starfa hjá Umslag en Ágúst lét af störfum sl. mánuð.  Það er hún Anna Finnbogadóttir sem tók við af honum og hefur hafið störf. Anna er viðurkenndur bókari og  er með víðtæka reynslu og starfaði sem hópstjóri í rekstrardeild Íslandsbanka frá árinu 2007 og  sem fjármálafulltrúi hjá Samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði frá árinu 1997-2007. Þá hefur hún setið ýmis námskeið og eru áhugamál hennar ferðalög, útivera, golf og barnabörnin auðvitað.  Einnig er Anna Mosaik leiðbeinandi og heldur námskeið þar sem ýmsir blómapottar og borð eru gerð.
BloggViðurkenningar
mars 17, 2016

Úttekt á öryggisvottun

  Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags en þriðja hvert ár er stór úttekt og var ein slík var framkvæmd í síðustu viku eða þann 9. og 10. mars. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til að skoða hvernig til hefði tekist. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel og  hefur vottunin verið endurnýjuð.  Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör. Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun en þessi vottun nær yfir alla starfsemi Umslags.
Blogg
mars 1, 2016

Mottumars átakið

  Umslag er stolltur stuðningsaðili mottumars en þetta er síðasta árið sem hann er haldinn. Mottumars er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi — synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Og allir hinir. Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn, hún minnir okkur á að ræða þessi mál og um leið að fá menn til að hugsa um heilsuna. Því er um að gera að safna í góða og hraustlega mottu, heita á menn og málefni og sýna samstöðu.