Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2015

BloggViðurkenningar
febrúar 13, 2015

Fimmta árið í röð

Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 32.690 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf. Umslag hefur hlotið titilinn núna fimm ár í röð og fær því þennan gyllta skjöld af tilefni þess.