Skip to main content
Monthly Archives

september 2014

Viðurkenningar
september 23, 2014

Fyrirmyndar Svansvottun

  Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.   Í síðustu endurnýjum stóð Umslag sig með prýði og náði rúmum 80 stigum. Vottunin þar á undan gaf okkur rúm 73 stig svo við megum vel við una. Lágmarksstig sem fyrirtæki þurfa til að fá Svansvottunina eru nú 56 stig.   Við viljum nota tækifærið og þakka Umhverfisstofnun fyrir einstaklega gott samstarf og aðstoð sem okkur hefur verið veitt í gegnum tíðina.  
FramleiðslaUmslag
september 23, 2014

Breyting á skrifstofuhúsnæði

Vegna stækkunar stafrænudeildarinnar urðum við að endurskipuleggja skrifstofuhúsnæðið og niðurstaðan var eins og sjá má á þessari mynd. Móttakan er orðin aðeins minni og menn sitja örlítið þéttar en áður. Eigi að síður leggjum við áherslu að fólk komi inní notalegt umhverfi líkt og verið hefur til þessa.  T.d. má nefna að Litla ljóta myndagallerýið skipar sama sess og áður þrátt fyrir þessar breytingar. Bjóðum við alla velkomna í heimsókn og skoða gallerýið og fá sér kaffibolla hjá okkur.
FramleiðslaÓflokkað
september 23, 2014

Glæsileg stafræn deild

Nú hefur stafræn prentun og vinnsla í Umslagi verið sameinuð á einu svæði. Í stafrænu deildinni getum við boðið uppá prentun í fjórlit eða svarthvítt,  hönnun, prentun og frágang.  Sérsniðin að þínum þörfum. Þessi breyting er veruleg þar sem stafræn vinnsla var á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins en nú er öll vinnsla á sama stað. Við hvetjum viðskiptavini Umslags að kynna sér þá víðamiklu þjónustu sem boðið er uppá og kíkja í heimsókn.
Starfsmenn
september 3, 2014

Árshátíðarferð til Berlínar

Annað hvort ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Berlín fyrir valinu. Lagt var af stað árla morguns og lent í borginni um hálf tólf. Þar tók á móti okkur Júlía Björnsdóttir sem var fararstjóri okkar í ferðinni. Hún byrjaði á því að fara með okkur í fjögurra tíma ferð þar sem skoðuð voru helstu kennileiti borgarinnar. Júlía jós af brunni sinnar þekkingar og þarna fengum við strax tilfinningu fyrir því hversu merkileg þessi borg er og einstök á alla lund. Föstudaginn notaði fólk á ýmsa vegu. Það var farið í hjólaferðir hingað og þangað og einhverjar sögur fóru af því að fólk hefði sést í verslunum. Um kvöldið var síðan árshátíðin okkar haldin á veitingastaðnum Don Giovanni  og tókst með miklum ágætum. Í framhaldi fóru sumir í klúbbaskoðanir en aðrir drógu sig til hlés eftir langan dag. Á laugardaginn var síðan farið með Júlíu um miðborg Berlínar og sem fyrr fór hún yfir sögu borgarinnar  og sýndi okkur allt það helsta sem sjá mátti í Nikiolai-hverfinu, á safnaeyjunni  og fór með okkur um háskólahverfið. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Þá fær Júlía sérstakar þakkir fyrir frábæra fararstjórn og umfangsmikla þekkingu á borg og sögu. Við héldum svo heim á sunnudeginum og á móti okkur tók stórviðri og gos. Já, það var gott að koma heim eftir frábæra ferð.