Skip to main content
Monthly Archives

júní 2014

StarfsmennUmslag
júní 24, 2014

25 ára starfsafmæli

Jóhannes Vilhjálmsson (Jói), þjónustustjóri Umslags á 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Af þessu tilefni áttum við ánægjulegan dag  fyrir nokkru og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri færði Jóa gjöf sem hann mun örugglega nýta sér í laxveiðinni í sumar, enda snjall veiðimaður. Jói hefur verið starfsmaður hjá Umslagi nánast frá upphafi og sinnt flestum þeim þeim störfum sem vinna hefur þurft í gegnum tíðina. Í allnokkur ár hefur hann sinnt starfi þjónustustjóra Umslags, og aðstoðað viðskiptavini okkar á ýmsa lund. Við höfum það eftir öruggum heimildum að Jói hafi reynst okkar viðskiptavinum einstaklega vel, og það er ekki óvanalegt þegar við starfsmennirnir komum í heimsókn til viðskiptavina, að beðið sé um sérstaka kveðju til hans. Umslag vill nota tækifærið og þakka Jóa fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og vonum að við njótum starfskrafta hans sem lengst.
HeimsóknirKynningar
júní 24, 2014

Kennsla í flokkun sorps

Við hjá Umslagi reynum eftir bestu getu að styðja við umhverfisstefnu fyrirtækisins. M. a. flokkum við nú allt heimilissorp sem til fellur í eldhúsinu hjá okkur. Til að tryggja að að flokkunin væri framkvæmd með réttum hætti, fengum við Atla Ómarsson hjá Gámaþjónustunni  til að fara yfir þessi mál með okkur. Starfsfólkið spurði Atla spjörunum úr, og svör hans beindu okkar á réttar brautir. Umslag vill nota tækifærið og þakka Gámaþjónustunni fyrir þessa yfirferð með okkur. Það er ljóst að það krefst nákvæmni að uppfylla þá flokkun sem nauðsynleg er.
HeimsóknirStarfsmenn
júní 11, 2014

Gildi Umslags yfirfarin

Líkt og mörg önnur fyrirtæki hefur Umslag sett sér gildi sem við reynum eftir bestu getu að fylgja. Gildin okkar eru: Þjónusta – lausnir – traust – samheldni. Til að skerpa á þessari gildisvinnu okkar fengum við Maríu Árnadóttur markþjálfa til okkar til að vinna frrekar með okkur í gildismálum. Starfsfólkinu var skipt upp í fjóra hópa og hver hópur átti í framhaldi að rökstyðja styrk þess gildis sem honum var úthlutað. Í framhaldi átti einn úr hverjum hópi að útskýra þennan rökstuðning. Þessi vinna skilaði mjög góðum árangri og mjög gaman að sjá hvernig hver hópur fyrir sig kynnti niðurstöður sínar. Þessi vinna mun örugglega styðja enn frekar við þá vinnu sem við starfsmennirnar innum af hendi til að hafa gildin okkar virk. Stefnt er á, að svona yfirferð verði gerð að reglulegum atburði.