Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2014

HeimsóknirKynningar
apríl 2, 2014

Fyrirlestur

Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf Fyrirlestur var haldinn í morgun þann 2.apríl hjá Umslagi á vegum Stjórnvísi . Fyrirlesari var Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri hjá Umslagi. Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí árið 2013. Farið var yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins. Farið var yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist. Á fundinn mættu 26 manns. Að fundi loknum fengu fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.