Skip to main content
Monthly Archives

febrúar 2014

Viðurkenningar
febrúar 14, 2014

Umslag framúrskarandi

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo. Í ræðu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar kom fram, að það kom honum á óvart hversu strangar reglur giltu fyrir fyrirtæki til að komast í þennan eftirsótta hóp sem er um 1% skráðra fyrirtækja í hluthafaskrá. Hann bætti því jafnframt við, að hann vildi þó ekki tilheyra flokki með 1% fylgi. Við starfsfólk Umslags erum afar stolt yfir þessari viðurkenningu sem staðfestir að okkar fyrirtæki stenst þær átta kröfur sem fylgja vottuninni. Þar má m. a. nefna að við höfum jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, að ársniðurstaða sé jákvæð fyrirsama tímabil, að eignir sé 80 milljónir eða meira árin 2010-2012 og að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012. Þeir sem vilja skoða listann yfir þau fyrirtæki sem útnefnd voru geta smellt hér   
BloggStarfsmenn
febrúar 3, 2014

Þorra blótað í Umslagi

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 31. janúar. Hátíðin hófst með óvissuferð og í þetta sinn fengum við að skoða hið merkilega hús Hörpuna. Það var söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir sem leiddi okkur um sali hússins. Við skoðuðum tónleikasalina og í Eldborg fengum við að sjá hvernig hljóðinu er stjórnað í hliðarrýmum salsins. Ferðin endaði svo í Björtuloftum, en ofar verður ekki komist í húsinu. Hulda Björk kvaddi okkur svo með fögrum söng. Henni er þakkað fyrir frábæra leiðsögn. Að þessu loknu var farið í Umslag og byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í alls konar leiki með misjöfnum árangri. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði sem ekki verður sagt frá hér.   Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.