Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2011

Kynningar
nóvember 30, 2011

Handpakkaðar bleyjur á bossann

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir átakinu Ágætis byrjun varðandi umhverfisvænar vörur og tengjast vöruvali fyrir ungabörn. Nokkur fyrirtæki tengjast þessu átaki og er eitt þeirra O. Johnson og Kaaber, sem býður nú til sölu umhverfisvænar bleyjur. Fyrirtækið leitaði til Umslags og óskaði eftir að við myndum pakka 10 þúsund bleyjum í umslög, sem hluta af þessu átaki. Umslag brást hratt og örugglega við, prentaði á umslögin og handpakkaði bleyjunum í þau. En þar sem verkið var nokkuð tímafrekt, þurfti að kalla til nokkra starfsmenn til að ljúka því. Myndin var tekin þegar handpökkunin stóð sem hæst.
Kynningar
nóvember 22, 2011

Markaðsátak Umslags kynnt hjá IPN

Hinn árlegi notendafundur IPN (International Printers Network) var haldinn dagana 4. til 8. nóvember s. l. í Rochester, í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök leiðandi fyrirtækja í prentun, sjónrænum samskiptum og grafískum iðnaði. Á þessum fundi var markaðsátak Umslags kynnt fyrir IPN-meðlimum, og sá Ingvar Hjálmarsson, verkefnastjóri um þá kynningu. Síðar sama dag var öðrum fyrirtækjum einnig boðið að kynna markaðsefni sitt fyrir ráðstefnugestum og var sú kynning einnig vel sótt.
Starfsmenn
nóvember 10, 2011

Keilan tekin til kostanna

Hin árlega keiluferð starfsmanna Umslags var haldin 4. nóvember s. l. Þrjú lið kepptu til úrslita, og mátti sjá ýmsa liðlega takta þegar konur og menn köstuðu kúlum í allar áttir. Keppnin var afar hörð, en að lokum fór svo að liðið hér að neðan hafði sigur. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun.